Greinargerð um veiðigjaldstilögur
- Svanur Guðmundsson
- 12 hours ago
- 2 min read
Reykjavík 15. apríl 2025
Unnið upp úr gögnum frá: Wikborg Rein, KPMG, Jakobsson Capital og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)
1. Tilgangur og aðdragandi
Í mars 2025 lagði ríkisstjórnin fram frumvarpsdrög að breytingum á lögum um veiðigjald. Tillögurnar fela í sér að aflaverðmæti uppsjávartegunda (síld, kolmunni, makríll) verði ákvarðað út frá meðaltalsverði á norskum uppboðsmörkuðum, í stað raunverulegra gagna úr samþættum íslenskum fyrirtækjum. Veiðigjald vegna bolfiskveiða verði auk þess tengt jaðarverði frá fiskmörkuðum á Íslandi. Framangreindar breytingar kalla á alvarlega skoðun – bæði út frá lagalegum, efnahagslegum og byggðatengdum sjónarmiðum.
2. Helstu niðurstöður úr fjórum greiningarskýrslum
A. Ólögmæti og stjórnarskrárvafi
- Miðun skattstofns við verðlag í öðru ríki (Noregi) brýtur gegn sannvirðisreglu, meðalhófsreglu og jafnræðisákvæðum stjórnarskrár (SFS, bls. 6–9; Wikborg Rein, bls. 2–4).- Norskt verð endurspeglar ekki verðmæti í umhverfi íslenskra útgerðarfélaga (Wikborg Rein, bls. 3).- Ófullnægjandi tengsl eru milli skattandlags og raunverulegs verðmætaflæðis (SFS, bls. 7–8).
B. Veruleg fjárhagsleg áhrif á sjávarútvegsfyrirtæki
- Lækkun á markaðsvirði skráðra sjávarútvegsfyrirtækja um 53 milljarða króna (Jakobsson Capital, bls. 3).- Arðsemi bundins fjármagns færist undir viðunandi viðmið (undir 8%) (Jakobsson Capital, bls. 6).- Miklar sveiflur sýna að rekstrarleg áhætta hefur aukist, sérstaklega í uppsjávarvinnslu (Jakobsson Capital, bls. 5).
C. Skekkja og gagnaleysi norskra markaðstalna
- Norskir markaðir byggja á sjálfskráningu og handvirkri vigtun (Wikborg Rein, bls. 2–3).- Engin lóðrétt samþætting; verð myndast á uppboðum þar sem jaðarverð ríkir (SFS, bls. 6; Wikborg Rein, bls. 2).- Dæmi eru um van- og misnotkun í vigtun og skráningu (Wikborg Rein, bls. 4).
D. Neikvæð áhrif á byggðir og atvinnu
- Um 10 sveitarfélög fá yfir 30% atvinnutekna úr sjávarútvegi (KPMG, bls. 4).- Samþjöppun, fækkun starfa og hætta á útflutningi óunnins hráefnis eykst (SFS, bls. 5).- Veiðigjöld skila yfir 12 milljörðum króna á ári, sem er langt fram úr raunverulegum kostnaði ríkisins (SFS, bls. 13–14).
E. Gengisáhætta og útreikningsvandi
- Notkun norskra króna og SDR gengisleiðréttinga skapar óútreiknanleika (Wikborg Rein, bls. 3).- Óvissa um framkvæmd meðaltalsútreikninga á gjaldstofni (SFS, bls. 8–9).
3. Niðurstaða og áskoranir
Sameiginleg niðurstaða skjala og greininga:- Tillögurnar eru í andstöðu við alþjóðleg viðmið (OECD), íslenska skattalöggjöf og stjórnarskrá.- Þær skapa alvarlega óvissu í rekstri, skekkja skattlagningu og grafa undan fjárfestingum.- Þær eru sérstaklega skaðlegar fyrir samþætt fyrirtæki, útflutningsverðmæti og byggðarlög.
4. Tillögur til Alþingismanna
1. Krefjast þess að hætt verði við innleiðingu breytinga og farið verði í heildstæða lagaúttekt á samræmi frumvarps við stjórnarskrá og OECD-leiðbeiningar.
2. Leggja til að veiðigjald byggi áfram á raungögnum úr samþættum virðiskeðjum, með gagnsæi og rekjanleika.
3. Krefjast sjálfstæðrar athugunar löggjafarskrifstofu Alþingis og Ríkisendurskoðunar á forsendum útreikninga ráðuneytisins.
4. Leggja fram þingsályktun um að frumvarpið verði tekið aftur til vinnslu með samráði við atvinnulíf og sveitarstjórnarstig.
Fylgiskjöl:
Comments